Haukar - Þór

Haukar - Þór

Kaupa Í körfu

ÓVÆNT úrslit urðu í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi þegar Þórsarar skelltu Haukum á gervigrasinu í Hafnarfirði. Norðanmenn skoruðu gegn sterkum vindinum snemma leiks eða á 12. mínútu. Þar var á ferðinni Einar Sigþórsson eftir skyndisókn og sendingu frá Sveini Elíasi Jónssyni. Heimamenn réðu ferðinni það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en voru oft á tíðum klaufalegir þegar þeir nálguðust mark Þórs. MYNDATEXTI Barátta Guðjón Pétur Lýðsson, Haukum, sýnir undarlega takta í baráttu gegn Matthíasi Friðrikssyni, Þór.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar