Alþingi ESB atkvæðagreiðsla

Alþingi ESB atkvæðagreiðsla

Kaupa Í körfu

ÖSSUR Skarphéðinsson utanríkisráðherra væntir þess fastlega að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu (ESB) verði rædd á fundi ráðherraráðs ESB hinn 27. júlí næstkomandi. Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra afhenti umsóknina í Stokkhólmi í gær. Össur kvaðst hafa talað við Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, en Svíar fara nú með formennsku í ESB. Það var ekki annað að heyra á honum en að svo yrði, sagði Össur. En ég veit hins vegar að við erum á síðasta snúningi hvað tímann varðar. MYNDATEXTI Umsókn Alþingi samþykkti sem kunnugt er á fimmtudag að sækja um aðild að ESB eftir langa atkvæðagreiðslu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar