Malbikun á bílastæði við Tryggvagötu

Heiðar Kristjánsson

Malbikun á bílastæði við Tryggvagötu

Kaupa Í körfu

GÓÐA veðrið í gær var nýtt til þess að malbika á svæðinu milli Tryggvagötu og Geirsgötu. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að svæðið rúmi bílastæði fyrir rúmlega 200 bíla auk sérstakra stæða fyrir rútur og aðstöðu fyrir reiðhjólaleigu. Á næstu vikum verður gengið frá gangstéttum á svæðinu og stæðin máluð og merkt, en ráðgert er að opna svæðið aftur eftir verslunarmannahelgi. Í framhaldinu verður lýsing bætt og komið upp gróðri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar