Strandveiðar á Snæfellsnesi

Heiðar Kristjánsson

Strandveiðar á Snæfellsnesi

Kaupa Í körfu

SJÓMENN sem gera út frá Snæfellsnesi hafa fiskað vel að undanförnu og líflegt var við höfnina þar þegar bátar voru að koma þar inn til löndunar á miðvikudag. Margir strandveiðimenn róa frá Arnarstapa, þaðan sem er örstutt á fengsæla fiskislóð þar sem sá guli grípur sérhvern öngul sem settur er í sjó. Út af Malarrifi eru sömuleiðis ágæt skötuselsmið en sá fiskur selst í dýru gildi á erlendum mörkuðum. Hér fossar gjaldeyrir inn í landið, sagði Ólafsvíkurinn Rafn Guðlaugsson, skipstjóri á Katrínu SH, þegar Morgunblaðsmenn hittu hann á bryggjunni á Arnarstapa. MYNDATEXTI Rafn Fólk flykkist á bryggjuna á Arnarstapa og athygli beinist að sjávarútveginum í kjölfar efnhagshrunsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar