Nei tónleikar - Sódóma Reykjavík

Nei tónleikar - Sódóma Reykjavík

Kaupa Í körfu

NEI! við nauðgunum var yfirskrift tónleika sem karlahópur Femínistafélags Íslands stóð fyrir á skemmtistaðnum Sódóma Reykjavík á dögunum. Á tónleikunum komu meðal annars fram hljómsveitirnar Bloodgroup, Retro Stefson, Sometime og Menn ársins, en allir gáfu listamennirnir vinnu sína til átaksins sem ætlað er að vekja athygli á alvarleika nauðgana og hvetja karlmenn til að taka ábyrgan þátt í umræðunni og baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. MYNDATEXTI Það var fjör á baráttutónleikum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar