Trén vökvuð við Slökkvistöðina.

Jakob Fannar Sigurðsson

Trén vökvuð við Slökkvistöðina.

Kaupa Í körfu

HLÝINDI, sólarskellur... og varla dropi kemur úr lofti. Íbúar á suðvesturhorni landsins geta ekki kvartað yfir óhóflegri vætutíð það sem af er sumri, þótt íbúar austanlands þrái eflaust aukin hlýindi. Hefur þurrkurinn suðvestanlands raunar verið slíkur að gróður er sums staðar farinn að láta á sjá. Gras sviðnar og sumarblóm skrælna sýni garðeigendur ekki næga elju með garðslönguna. MYNDATEXTI Þurrkur Það hafa kannski ekki allir jafnöflugar græjur til að vökva gróðurinn og þessi slökkviliðsmaður í Reykjavík sem gaf trjánum góða gusu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar