Valur - Fylkir

Golli/Kjartan Þorbergsson

Valur - Fylkir

Kaupa Í körfu

FYLKIR úr Árbæ heldur áfram að gera það gott í Pepsídeild karla í knattspyrnu í sumar en liðið sótti þrjú stig á Hlíðarenda í gærkvöldi. Með 1:0-sigri skaust Fylkir upp í 3. sæti deildarinnar og á leik til góða á topplið FH. Með sigri þar er Fylkir átta stigum á eftir Íslandsmeisturunum. Gangi það eftir eru Árbæingar nánast þeir einu sem geta veitt FH-ingum einhverja keppni um titilinn. Slíkar vangaveltur byggjast þá auðvitað á því að FH-ingar taki upp á því að misstíga sig eitthvað en lítið hefur verið um slíkt hjá þeim fram að þessu. MYNDATEXTI Skallaeinvígi Reynsluboltarnir Valur Fannar Gíslason og Helgi Sigurðsson gefa ekkert eftir í þessu návígi í leiknum að Hlíðarenda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar