Beinagrind langreyðar

Jónas Erlendsson

Beinagrind langreyðar

Kaupa Í körfu

BEINAGRIND af langreyðarkú sem fannst rekin í útfalli Dyrhólaóss á Reynisfjöru í nóvember síðastliðnum hefur verið flutt til Hvalasafnsins á Húsavík. Langreyðurin var 22 metra löng og fullvaxin þegar hún fannst. Hún var urðuð í sandinum og hefur legið þar í vetur og verkast. Beinagrindin var grafin upp um síðustu helgi og flutt norður til Húsavíkur. Þar verður hún til sýnis í framtíðinni. Starfsmenn Hvalasafnsins og heimamenn unnu við uppgröftinn og frágang beinanna til flutnings. Beinin þarfnast frekari verkunar áður en grindin verður sett upp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar