Falun Gong mótmæli við Kínverska sendiráðið

Golli/Kjartan Þorbergsson

Falun Gong mótmæli við Kínverska sendiráðið

Kaupa Í körfu

Falun Dafa-iðkendur á Íslandi minntust þess að liðin eru 10 ár frá því að kínversk stjórnvöld hófu ofsóknir á hendur milljónum Falun Gong-iðkenda í Kína. Þeir efndu til mótmælastöðu fyrir utan kínverska sendiráðið til að minnast þessara atburða. Falun Dafa-samtök um heim allan hafa sent stjórnvöldum í 41 landi ákall um að styðja mikilvægasta mannréttindamál 21. aldarinnar. Í tilkynningu frá samtökunum segir að Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína, hafi litið á fjölmennan hóp Falun Gong-iðkenda sem ógnun við sig. Þrátt fyrir andstöðu innan miðstjórnar Kommúnistaflokksins hafi hann ákveðið að stöðva þennan stóra hóp. Ofsóknirnar hafi hafist 20. júlí og staðið í þrjá mánuði. Síðan hafi milljónir iðkenda verið ofsóttar og ofsóknunum hafi verið haldið áfram fram til dagsins í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar