Cecilía Þórðardóttir á reiðhjóli

Cecilía Þórðardóttir á reiðhjóli

Kaupa Í körfu

Uupphaflega var þetta gert í sparnaðarskyni. Mér fannst sniðug hugmynd að vera bíllaus í smá tíma og frestaði því alltaf að kaupa bíl. Eins og staðan er núna breytist það ekkert, segir Cecilía Þórðardóttir, sem hefur verið bíllaus í tvö ár. Cecilía hjólar um þriggja kílómetra leið í vinnuna en hefur frekar tekið strætó á veturna. Þetta munar rosalega miklu í daglegum rekstri. Ég finn að ég hef meiri pening milli handanna eftir að ég lagði bílnum. Á móti leyfi ég mér að taka leigubíl ef ég er sein fyrir, kannski einu sinni eða tvisvar í mánuði, og samt spara ég. Bara bensínkostnaður og tryggingar gera hátt í 400 þúsund krónur á ári. MYNDATEXTI Hjólar Cecilía hjólar yfirleitt í vinnuna, sérstaklega á sumrin, enda er það ódýrara og svo á hún mjög fínt hjól.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar