Rey Cup 2009

Jakob Fannar Sigurðsson

Rey Cup 2009

Kaupa Í körfu

ÞRÓTTARAR halda sitt árlega Rey Cup-fótboltamót fyrir 13-16 ára unglinga í Laugardalnum þessa dagana en mótinu lýkur á morgun. Reyndar er mótið orðið svo stórt að umfangi að vellirnir í Laugardal duga ekki lengur og því er spilað víðar um borgina. Fleiri lið eru með en nokkru sinni fyrr, eða samtals 106, en hafa áður verið flest 82, árið 2006. Hinsvegar eru erlendu liðin færri nú en undanfarin ár. Yfirleitt hafa 6-7 erlend lið mætt á mótið en nú eru þau þrjú, tvö frá Danmörku og eitt frá Færeyjum, öll í strákaflokkunum. MYNDATEXTI Stúlkurnar Stúlknaliðin á mótinu eru 42 talsins, 28 í 4. flokki og 14 í 3. flokki. Hér eru það ÍBV og Breiðablik sem eigast við en bæði félög hafa oft verið sigursæl í stúlknaflokkum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar