Veitt í Elliðaánum

Veitt í Elliðaánum

Kaupa Í körfu

BÖRKUR Tryggvi Ómarsson veiddi Maríulaxinn í Elliðaánum í gær þegar hann var þar við veiðar með afa sínum, Svavari Óskarssyni. Laxinn var um það bil fimm pund að þyngd og að sjálfsögðu beit veiðimaðurinn af honum uggann eins og menn gera jafnan þegar þeir landa sínum fyrsta fiski. Veiði í ám landsins hefur að undanförnu verið næsta treg af völdum þurrka og vatnsleysis. Í gær fór hins vegar að rigna á suðvesturhorninu og þá kom góður kippur. Á morgunvaktinni tókst þeim fisknasta í Grímsá að landa sautján löxum sem hlýtur að teljast býsna gott.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar