Bikarafhending Frjálsíþróttasambandsins

Heiðar Kristjánsson

Bikarafhending Frjálsíþróttasambandsins

Kaupa Í körfu

Henni er vandlýst með orðum hamingjunni sem skein úr augum ÍR-inga á Laugardalsvelli á laugardag þegar þeir hömupuðu langþráðum bikarmeistaratitli í frjálsum íþróttum í 44. bikarkeppni FRÍ. Fólk féllst í faðma og dansaði sigurdansa enda var sigurinn afar kærkominn því 20 ár eru liðin síðan ÍR vann þennan titil. Þar með var endi bundinn á ótrúlega 15 ára sigurgöngu FH-inga sem voru aðeins einum titli frá því að jafna met ÍR sem á sínum tíma vann titilinn 16 ár í röð. MYNDATEXTI Í aðalhlutverkum Einar Daði Lárusson og Jóhanna Ingadóttir skiluðu fjölda stiga í hús og fagna hér titlinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar