GKG Íslandsmeistari

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

GKG Íslandsmeistari

Kaupa Í körfu

SIGMUNDUR Einar Másson tryggði karlasveit GKG Íslandsmeistaratitilinn í sveitakeppni GSÍ á Jaðarsvelli í gær með því að leggja Þórð Má Gissurarson 1/0 í lokaleiknum. GKG sigraði 3/2 en GR var 2/1 yfir þegar þremur leikjum af alls fimm var lokið. Þetta er í þriðja sinn sem GKG fagnar Íslandsmeistaratitlinum í efstu deild karla en GKG varð fyrst meistari árið 2004 og í annað sinn 2007. Keilir hafði titil að verja en Hafnfirðingar töpuðu gegn GKG í undanúrslitum en GR hafði betur gegn Kili úr Mosfellsbæ í hinni undanúrslitarimmunni. MYNDATEXTI Sá þriðji Sigursveit GKG ásamt liðsstjórum og aðstoðarmönnum á 18. flötinni á Jaðarsvelli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar