KR - FH

Jakob Fannar Sigurðsson

KR - FH

Kaupa Í körfu

BIÐ barna eftir jólunum kemst ekki í hálfkvisti við þá erfiðu bið sem KR-ingar hafa þurft að þola eftir sigri á Íslandsmeisturum FH í knattspyrnuleik. KR vann síðast sigur á FH 2003 en hefur síðan tapað heilum tólf leikjum og gert eitt jafntefli við liðið. Þar að auki hefur KR ekki sótt þrjú stig í Kaplakrikann síðan árið 1994 svo það er heldur vægt til orða tekið að segja 4:2 útisigurinn í gær langþráðan. MYNDATEXTI Skallabarátta FH-ingurinn Dennis Siim og Björgólfur Takefusa úr KR berjast hér um boltann í háloftunum en Guðmundur Benediktsson fylgist vel með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar