Sjósund í Nauthólsvík

Sjósund í Nauthólsvík

Kaupa Í körfu

Alls 146 manns tóku þátt í Fossvogssundi sem Sundsamband Íslands og Lyfja stóðu fyrir í gærkvöldi. Aldrei hafa svo margir tekið þátt í sjósundi í einu og var með þessu slegið Íslandsmet. Synt var úr Nauthólsvík yfir Fossvog í Kópavog og til baka, en leiðin er einn kílómetri. Sjórinn var spegilsléttur og heitur, sagði Heimir Örn Sveinsson sem var aðalskipuleggjandi þessarar uppákomu. Þátttakendur voru á öllum aldri, sá elsti 73 ára. Þetta segir Heimir endurspegla vel áhugann og þá staðreynd að sjósundið sé íþrótt fyrir alla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar