Hunangsfluga í Laugardal

Hunangsfluga í Laugardal

Kaupa Í körfu

HUNANGSFLUGUR eru órjúfanlegur hluti sumarsins. Þær sjást fljúga víða um en þar sem þær lifa eingöngu á afurðum blóma sjást þær oft í blómskrúði. Nýlega mátti sjá hunangsflugur í hundraðatali á nokkrum stórum runnum í Laugardalnum en þar voru þær að safna sér safa úr blómum reyniblaðka. Þernurnar, kvenhunangsflugur sem sjá um að safna fæðu og færa í búið, hafa ákveðið að nýta tækifærið því reyniblaðkan byrjaði ekki að blómstra fyrr en í lok júlí. Hún fellir blöðin þegar tekur að frysta en þá verða þernurnar dauðar sem og karldýrin sem hafa það eina hlutverk að frjóvga egg drottninganna. Drottningarnar liggja hinsvegar í dvala yfir veturinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar