Bjarki Gunnarsson

Bjarki Gunnarsson

Kaupa Í körfu

Nemendur leita margir hverjir eftir stoðkennslu þar sem farið er ítarlega yfir ákveðin efnistök í litlum hóp eða einkakennslu. Fyrirtækið Menntamenn hefur sett á stofn vefsíðuna study.is þar sem nemendur geta á einum og sama staðnum leitað sér aðstoðar við flestar námsgreinar. Góð tengsl við hópinn „Það má segja að hugmyndin að framtakinu hafi kviknað í framhaldi af fríu sumarnámskeiði í stofnun fyrirtækja sem ég sótti í sumar. Ég hafði tekið að mér kennslu á meðan ég var í BS-námi í verkfræði sem ég lauk nú í vor en á námskeiðinu fékk ég aðstoð við að gera viðskiptaáætlun sem nýttist vel. Til að byrja með verður hægt að panta einkakennslu og skrá sig á lítil námskeið fyrir fjóra til sex manns. Það hefur reynst mér vel að kenna í svona litlum hópum þar sem maður nær góðum tengslum við hópinn og nemendurnir verða líka ófeimnari við að spyrja,“ segir Bjarki Gunnarsson, stofnandi Menntamanna, sem hefur mastersnám í verkfræði nú í haust MYNDATEXTI Bjarki Gunnarsson segir marga nemendur ekki vita hvert best sé að leita

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar