Á skaki í Miðfirði

Á skaki í Miðfirði

Kaupa Í körfu

BARÁTTA um fæðu meðal fugla getur oft verið hörð. Þessir múkkar börðust kröftuglega um innyfli þegar verið var að gera að þorskafla á Miðfirði við Húnaflóa og ljóst að hvor um sig vildi eiga góðmetið fyrir sjálfan sig. Minnstu munaði þó að baráttan harðnaði til muna þar sem skammt frá fylgdist tíkin Svarthvít einbeitt með og þurfti eigandi hennar að hafa sig allan við til að koma í veg fyrir að hundurinn stykki í sjóinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar