Ferðabókasafn Þórðar Björnssonar

Ferðabókasafn Þórðar Björnssonar

Kaupa Í körfu

REYKJAVÍKURBORG fékk í gær að gjöf ferðabókasafn Þórðar Björnssonar, fyrrverandi bæjarfulltrúa og síðar ríkissaksóknara, en hann safnaði verðmætum ferðabókum um Ísland. Ferðaðist Þórður víða um Evrópu í leit að bókum og kom sér upp tengslum við bóksala víða um lönd, að því er segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Ekkja Þórðar, Guðfinna Guðmundsdóttir, afhenti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra safnið sem telur 2.150 verk. MYNDATEXTI Í Borgarskjalasafni Þar er nú sýning á skjalasafni Þórðar Björnssonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar