Bruni í Vídeóleigu

Bruni í Vídeóleigu

Kaupa Í körfu

* Tugir þúsunda kvikmynda ónýtir eftir bruna í Laugarásvídeói í fyrrinótt * Margir helstu gullmolar kvikmyndasögunnar voru á leigunni * Tjónið nemur 200 milljónum króna, segir eigandinn LÖGREGLA rannsakar nú tildrög eldsvoða í Laugarásvídeói í Reykjavík í fyrrinótt. Margt bendir til íkveikju. Nánast allt myndasafn leigunnar, um 40 þúsund kvikmyndir, eyðilagðist auk þess sem miklar skemmdir urðu á innanstokksmunum. Leigan er í þriggja hæða húsi á horni Dalbrautar og Sæbrautar en á efri hæðum þess eru íbúðir. ...... Flúðu þegar flugeldasýningin reyndist vera eldsvoði Óraunverulegt í upprifjuninni, segir Páll Stefánsson KONAN mín vaknaði við sprengingar og bjóst þá við að sjá flugeldasýningu. Þetta reyndist hins vegar vera eldsvoði og þá var ekki annað að gera en að koma sér út í hvelli, segir Páll Stefánsson ljósmyndari. Hann býr með fjölskyldu sinni, eiginkonunni Áslaugu Snorradóttur og tveimur börnum þeirra, á Dalbraut 3, þar sem Laugarásvídeó er á neðstu hæð. Á annarri hæð búa foreldrar Áslaugar. MYNATEXTI: Tiltekt Páll Stefánsson og Stefán sonur hans hreinsuðu mettaða svefnpoka á Dalbrautinni í gær. Heimilið slapp vel en reykjarlyktin var þrúgandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar