Flúðir

Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson

Flúðir

Kaupa Í körfu

....... Nýtt athafnasvæði fyrir hestamenn sem hestamannafélagið Smári hefur unnið að á Flúðum var tekið í notkun fyrir skömmu með félagsmóti. Vel þykir hafa til tekist. Svæðið er við reiðhöllina sem er nýlega risin. Á mótinu gaf frú Katrín Jónsdóttir félaginu glæsilegan bikar til minningar um eiginmann sinn, Hermann Sigurðsson í Langholtskoti og hans stórbrotna gæðing Blæ, sem vann það afrek að verða efstur í keppni alhliða gæðinga á tveimur landsmótum. Bikarinn verður farandbikar, veittur árlega afreksknapa félagsins og að þessu sinni féllu þau í skaut Birnu Káradóttur frá Háholti. Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins sem starfar af krafti hélt viku síðar árlegan æskulýðsdag þar sem tugir barna og foreldra komu saman á hestum sínum í leik og keppni. MYNDATEXTI Þessir ungu knapar stóðu sig mjög vel á æskulýðsdegi hestamanna á Flúðum. Hestarnir voru fallegir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar