Skipsflak í Faxaflóa

Skipsflak í Faxaflóa

Kaupa Í körfu

Landhelgisgæslan telur sig hafa fundið flak bandaríska strandgæsluskipsins Alexanders Hamiltons, sem fórst þegar þýskur kafbátur skaut það niður með tundurskeyti í lok janúar 1942. Fyrstu ummerki um flakið sáust þegar verið var að fljúga TF-SIF, nýrri flugvél Landhelgisgæslunnar heim frá Kanada í júlíbyrjun. Þá sást, með fullkomnum búnaði um borð, olíubrák á haffletinum norðvestan við Faxaflóa. MYNDATEXTI Neðansjávarmynd Stórt gat eftir tundurskeyti er á miðju skrokksins en t.v. má sjá skrúfur skipsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar