Nauðlending á Kjalarnesi

Nauðlending á Kjalarnesi

Kaupa Í körfu

GUÐRÚN Magnea Árnadóttir nauðlenti lítilli einkaflugvél á túni við Vesturlandsveg á Kjalarnesi fyrir hádegi í gær. Hún var á flugi yfir Hvalfirði þegar vélin missti afl. Guðrún sagðist strax hafa áttað sig á því að hún næði ekki alla leið til Reykjavíkur og því ákveðið að nauðlenda. Um tvær mínútur liðu frá því Guðrún skynjaði að ekki var allt með felldu, þar til hún var lent. „Ég varð vör við miklar gangtruflanir. Hreyfillinn gekk áfram en vélin missti afl og hraða og ég gerði mér grein fyrir því að ég næði ekki alla leið til Reykjavíkur. Sá svo þetta tún og það kom ekkert annað til greina en að lenda þar,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið í gær. MYNDATEXTI Flugvirkjar komu fljótlega á staðinn og hófust þegar handa við að rannsaka vélina. Hún var alveg óskemmd eftir nauðlendinguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar