Fjölskylduhjálpin

Fjölskylduhjálpin

Kaupa Í körfu

MARKMIÐIÐ var að safna ritföngum fyrir 100 börn en eftir helgina vorum við með skólatöskur og ritföng fyrir um 500 börn á aldrinum 6-18 ára,“ segir Íris Lind Sæmundsdóttir, einn aðstandenda samvinnuverkefnisins Skólastoðarinnar. Skólastoð afhenti Fjölskylduhjálp Íslands ritföng og skólatöskur til dreifingar í gær. „Við auglýstum framtakið með tölvupósti og á Facebook en fengum svo aðstöðu í Kringlunni til að taka á móti varningi,“ segir Íris Lind. Hún segir að viðbrögð almennings og fyrirtækja hafi farið fram úr björtustu vonum, ekki hafi aðeins verið gefinn notaður skólavarningur heldur hafi fyrirtæki og almenningur einnig gefið nýjar vörur til söfnunarinnar. Aðstandendur Skólastoðarinnar eru auk Írisar Lindar þær Alma Tryggvadóttir, Hildur Sunna Pálmadóttir og Margrét Ágústa Sigurðardóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar