Viðeyjarsund - Lögreglan

Viðeyjarsund - Lögreglan

Kaupa Í körfu

ÞEIR smurðu sig í bak og fyrir lögreglumennirnir sem syntu Viðeyjarsund í gær til styrktar Sveini Bjarka Sigurðssyni, félaga sínum, sem nýlega greindist með krabbamein. „Við munum allir sigra“ var slagorð dagsins en að loknu sundi tóku kapparnir á móti gestum á Miðbakkanum. Ekki náðu þó allir að ljúka hinni 4,5 km löngu sundleið og voru tveir fluttir á sjúkrahús með ofkælingu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar