Ingimar Sveinsson
Kaupa Í körfu
Djúpivogur | Það var á útfalli síðastliðinn laugardag að Bragi Gunnlaugsson bóndi var á gangi við botn Berufjarðar þegar hann rak augun í torkennilegan fisk í sandinum. Þegar betur var að gáð kom í ljós að þarna var um fisktegund af svokallaðri vogmeyjaætt að ræða. Fiskurinn heitir réttu nafni vogmær en hefur einnig verið kallaður öðrum nöfnum eins og vogmeri. Bragi bóndi tilkynnti Ingimari Sveinssyni, fyrrverandi skólastjóra á Djúpavogi, um fundinn og lét honum í té fiskinn sem nú hefur verið frystur í allri sinni lengd. Vogmær þessi reyndist 150 cm en fisktegundin getur samkvæmt heimildum orðið allt að 3 m að lengd. Heimkynni vogmeyjar eru í NA-Atlantshafi, frá Íslandsmiðum og Noregi, um Norðursjó og Bretlandseyjar, suður til Madeira. MYNDATEXTI Voldug Ingimar Sveinsson með vogmeyna sem búið er að frysta.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir