Jarðhiti

Jarðhiti

Kaupa Í körfu

MIKLAR væntingar eru bundnar við kolefnisbindingu í basalti en tilraunir þar að lútandi hefjast innan nokkurra mánaða hér á landi undir forystu íslenskra sérfræðinga. Frá september 2007 hefur verið unnið að því að þróa tækni við að binda koltvíoxíðgas eða koltvísýring frá Hellisheiðarvirkjun í jörðu með varanlegum hætti. Verkefnið er í samstarfi Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands, Háskólans í Toulouse í Frakklandi og Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Sigurður Reynir Gíslason jarðefnafræðingur leiðir verkefnið og Hólmfríður Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri þess, en meðal samstarfsmanna þeirra eru Wallace S. Broecker, einn þekktasti vísindamaður heimsins á þessu sviði, og Eric H. Oelker, forseti Samtaka evrópskra jarðefnafræðinga. Þeir eru hér staddir í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu um verkefnið sem vísindamenn og doktorsnemar víðs vegar að úr heimi sækja í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar