Vinnusvæði á Miklubraut

Vinnusvæði á Miklubraut

Kaupa Í körfu

VEGAGERÐIN hefur sett nýjar reglur um vinnusvæðamerkingar og er markmiðið að auka öryggi vegfarenda og starfsmanna við framkvæmdirnar. Hafa vegfarendur eflaust veitt því athygli að merkingar hafa verið stórbættar, þar sem framkvæmdir eru í gangi í höfuðborginni. Um langa hríð hefur verið gagnrýnt að merkingar hafi verið af skornum skammti og er skemmst að minnast lélegra merkinga við tvöföldun Keflavíkurvegarins MYNDATEXTI Bætt merking Á Miklubrautinni í Reykjavík standa yfir framkvæmdir, sem eru rækilega merktar og eiga því ekki að fara framhjá ökumönnum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar