Tamara Rami Baara ásamt bróður sínum

Tamara Rami Baara ásamt bróður sínum

Kaupa Í körfu

Það er alls ekki eins erfitt að fasta og margir halda, maður venst þessu strax á fyrstu dögunum. Vissulega getur garnagaulið orðið svolítið hávært en þetta er ekkert stórmál,“ segir Tamara Baara um það að fasta í heilan mánuð. Tamara er múslími en föstumánuður múslíma, Ramadan, stendur nú yfir. Tamara er fædd og uppalin í Jórdaníu en hún á íslenska móður og jórdanskan föður. Hún talar fína íslensku enda hefur hún dvalið á Íslandi á hverju sumri alla sína ævi og undanfarin tvö ár hefur hún alfarið búið hér á landi og starfar meðal annars sem túlkur. Ahmad bróðir hennar er í árlegri Íslandsheimsókn sinni einmitt núna þegar föstumánuðurinn stendur yfir en þau systkinin láta það ekki trufla sig á nokkurn hátt þótt þau megi hvorki borða né drekka yfir daginn og lungann úr nóttunni. MYNDATEXTI Tamara og Ahmad borða hvorki né drekka í 18 tíma á sólarhring á meðan Ramadan stendur yfir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar