Verzlunarskólinn -

Verzlunarskólinn -

Kaupa Í körfu

VERZLINGAR gátu gætt sér á ís í eftirmat í hádegishléinu í skólanum í gær en þá stóð góðgerðaráð Verzlunarskóla Íslands fyrir íssölu í samvinnu við Ísbúð Vesturbæjar. Fór hún fram á marmaranum svokallaða og rann svalt góðgætið ljúflega niður kverkar fúsra viðskiptavina. Markmiðið með sölunni var að safna fé fyrir vatnsbrunni í Litla Verzló, barnaskóla í Úganda, sem ABC-barnahjálp byggði fyrir söfnunarfé frá skólanum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar