Lennon tónleikar 090909 - Nasa

Lennon tónleikar 090909 - Nasa

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var einstök stemning á Nasa í fyrrakvöld þegar 09.09.09.-tónleikarnir til minningar um John Lennon voru haldnir. Tónleikarnir voru tvískiptir, Lennon-lög frá Bítlaárunum 1963 til 1969 voru flutt fyrir hlé en lög frá New York-tímabilinu frá 1970 til 1980 eftir hlé. Miklar stórkanónur stigu á svið og fluttu lög bítilsins við góðar undirtektir gesta. Björgvin Halldórsson, Daníel Ágúst, Egill Ólafsson, Haukur Heiðar Hauksson, Helgi Björnsson, Ingó, Jóhann Helgason, Krummi úr Mínus og Stefán Hilmarsson fetuðu allir í fótspor Lennons á þessum umdeilda degi tölunnar níu. MYNDATEXTI: Allir saman á sviðinu Söngvarahópurinn og Óttar Felix Hauksson sem skipulagði tónleikana í lokin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar