Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir

Heiðar Kristjánsson

Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir

Kaupa Í körfu

Íslenskra áhrifa gætir í hönnun vörumerkisins Heima. Merkið er hugarfóstur tveggja hönnuða sem ekki höfðu starfað saman áður en ákváðu að steypa saman hugmyndum sínum og sýn á íslenska hönnun. Við Sigurður höfðum sameiginlega sýn á hvað vantaði hér á landi og hvað þyrfti að gera en komum að því hvort á sinn háttinn. Ég út frá hönnunarþættinum sem starfandi hönnuður hér heima og hann með sína markaðs- og vörumerkjaþekkingu auk hönnunar á fjöldaframleiddum vörum frá því að hafa starfað í 20 ár á Ítalíu. Við höfum líka bæði nokkuð ákveðna framtíðarsýn sem við steyptum saman í eina. Heima er vörumerki að erlendri fyrirmynd þar sem nokkrir hönnuður hanna undir sömu línu. Þekkt dæmi um slíkt eru til dæmis Eva Solo, Mooi, Alessi og fleiri slík nöfn,“ segir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir sem setti Heima á stofn ásamt Sigurði Þorsteinssyni MYNDATEXTI Náttúrutengsl Hönnun Heima hefur hlotið góðar viðtökur en vörumerkið er hugarf´óstur tveggja hönnuða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar