Ísland - Eistland 12:0

Ísland - Eistland 12:0

Kaupa Í körfu

KVENNALANDSLIÐIÐ í fótbolta hefur stutt Mænuskaðastofnun Íslands undanfarið og af því tilefni tóku þessar ungu stúlkur að sér hlutverk fánabera í gærkvöldi í athöfn fyrir leikinn þar sem "stelpurnar okkar" mættu þeim eistnesku í undankeppni landsliðskvenna í fótbolta fyrir HM 2011. Einstefna var að marki gestanna frá fyrstu mínútu og úrslitin urðu 12:0, en það er stærsti sigur landsliðsins. Fánaberarnir eru á aldrinum 11-20 ára og leggja sitt af mörkum fyrir hönd Mænuskaðastofnunar Íslands í samnorrænu átaki sem nú stendur yfir og ætlað er til vitundarvakningar á alvöru mænuskaða. Markmið Mænuskaðastofnunar Íslands er að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að lækning á mænuskaða verði að veruleika.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar