KR - Stjarnan

KR - Stjarnan

Kaupa Í körfu

KR-ingar gerðu sitt besta til þess að halda spennu í titilbaráttunni með 7:3 stórsigri á Stjörnunni í mesta markaleik deildarinnar í sumar. Þó svo að KR-ingar vinni ekki titil í ár hafa þeir engu að síður staðið sig vel á þrennum vígstöðum, deild, bikar og í Evrópukeppni. Auk þess hafa þeir leikið á köflum skemmtilega knattspyrnu. Það var því kannski viðeigandi að þeir byðu sparkelskum Vesturbæingum upp á skemmtilegan leik í síðasta heimaleiknum á leiktíðinni: MYNDATEXTI Sigur ekki nóg Jordao Diogo og félagar í KR gerðu það sem þeir þurftu gegn Stjörnunni og gott betur en titillinn er runninn þeim úr greipum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar