Íslandsmeistarar

hag / Haraldur Guðjónsson

Íslandsmeistarar

Kaupa Í körfu

Í VOR varð sparkspekingum landsins tíðrætt um það að Íslandsmeistarabikarinn í knattspyrnu yrði nær örugglega um kyrrt í hillu FH-inga eftir að þeir náðu honum aftur af Valsmönnum með dramatískum hætti á síðasta ári. Margir ættu eflaust í vandræðum með að höndla slíkar væntingar en það á greinilega ekki við um Hafnarfjarðarliðið sem hefur sýnt frábæra frammistöðu í sumar og tryggði sér sinn fimmta titil á sex árum í gær með 2:0 sigri á Valsmönnum í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar MYNDATEXTI Meistararnir FH-ingar hafa öðlast góða reynslu í að stilla sér upp með Íslandsbikarinn og þeir voru snöggir að því í leikslok í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar