Halldóra Anna Hagalín

Heiðar Kristjánsson

Halldóra Anna Hagalín

Kaupa Í körfu

UNGLINGSSTELPUR Íslands hafa fengið sitt eigið tímarit. Nýlega kom út fyrsta tölublaðið af Júlíu, nýju unglingatímariti sem Birtingur gefur út. „Eftir að hafa skoðað markaðinn fannst okkur vanta tímarit sem væri beint að þessum unga hópi. Unglingsstelpurnar sækja í tímarit sem eru ætluð eldri lesendum og þar eru tískuþættir og förðunarráð sem eru ekki ætluð þeim. Við ákváðum því að gefa út blað sem vonandi sameinar það sem stelpur sækja í á þessum aldri,“ segir Halldóra Anna Hagalín, ritstjóri Júlíu. Halldóra hefur ekki komið að ritstjórn slíks tímarits áður en hún hefur verið í markaðsmálunum hjá Birtingi. MYNDATEXTI Halldóra Anna Hagalín Ritstýran segir blaðið fyrir heilbrigða unglinga

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar