Andvökur

Heiðar Kristjánsson

Andvökur

Kaupa Í körfu

Andvökur – Samsýning níu kanadískra listamanna Stefán Guðmundur Guðmundsson hét maður, fæddur árið 1853 á Kirkjuhóli í Skagafirði. Í æsku þráði Stefán fátt annað en að ganga í skóla, en efnahagsástandið var bágt og hagir foreldra hans þannig að ekki gafst honum kostur á skólagöngu. Að lokum gátu foreldrar Stefáns ekki lengur beðið eftir að efnahagsástandið batnaði, kvöddu landið fyrir fullt og allt og fluttust til Kanada. Þar tók Stefán nafnið Stephan G. Stephansson. Í Kanada vann hann við skógarhögg en settist svo að við rætur Klettafjalla til að sinna búskap. Stephan hafði yndi af skáldskap en sökum mikillar vinnu notaði hann næturnar til þess að yrkja og árið 1908 voru ljóð hans gefin út í sex bindum undir heitinu „Andvökur“. MYNDATEXTI Tengsl og viðbrögð „Listamennirnir virðast allir ganga út frá menningarlegum tengslum og viðbrögðum við umhverfinu sem þeir heimsækja,“ segir meðal annars í dómnum um samsýningu kanadísku myndlistarmannanna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar