Ástralskur fótbolti

Ástralskur fótbolti

Kaupa Í körfu

LANDSLIÐ Íslands í áströlskum fótbolta fer í dag til Króatíu þar sem það tekur þátt í EU Cup 2009. Keppt er í fjórum riðlum og er Ísland í riðli með Ítalíu, Þýskalandi og Hollandi. Mótið er hraðmót og leiknir stuttir leikir á litlum völlum. Í hraðmóti eru níu í liði, en annars eru 18 í liði. Jón Hrói Finnsson, einn liðsmanna, segir ástralskan fótbolta vera nýja íþrótt hér á landi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar