Hveradalabrekka á Suðurlandsvegi

Hveradalabrekka á Suðurlandsvegi

Kaupa Í körfu

SANNKÖLLUÐ vetrarfærð var á Hellisheiði í gærdag. Fjöldi ökumanna lenti í vandræðum vegna hálkubletta auk þess sem mikið snjóaði og skyggni var lítið. Um þrjúleytið í gær missti ökumaður 18 hjóla flutningabíls stjórn á bíl sínum í Hveradalabrekku í afar slæmu skyggni svo að bíllinn snerist þversum og lokaði tveimur akreinum. Við það mynduðust langar bílaraðir og mikið öngþveiti þar sem bílar á sumardekkjum, vanbúnir til vetraraksturs, spóluðu í hálkunni neðar í brekkunni. Að sögn lögreglunnar voru dæmi um að bifreiðir höfnuðu utan vegar en engan sakaði. Erfið akstursskilyrði voru á fjallvegum um mestallt land í gær og gekk umferðin um þá því hægt. Í dag er spáð éli víða um land en léttir til á sunnanverðu landinu. Hiti verður um frostmark og eru ökumenn því hvattir til að útbúa sig vel og fara að öllu með gát.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar