FH - Valur

FH - Valur

Kaupa Í körfu

FRAMHERJINN Helgi Sigurðsson hefur gengið frá starfslokum við knattspyrnufélagið Val og er hann orðaður við KR og Víking. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í gær. Helgi kom til Vals árið 2007 eftir að hann hafði staldrað stutt við hjá Fram en Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum 2007. Helgi lék með Stabæk í Noregi 1997-1999 og þaðan fór hann til Panathinaikos í Grikklandi. Hann samdi við Lyn í Osló í Noregi 2001 og þaðan fór Helgi til AGF í Danmörku 2003. Fram fékk hann til Íslands 2006 en Helgi lék með Fram 1993-1994 og aftur 1997. Hann hóf ferilinn með Víkingi en þar lék hann 1990-1992, en hann lék sinn fyrsta A-landsleik árið 1993 og alls hefur Helgi leikið 63 landsleiki og skorað 10 mörk. MYNDATEXTI Helgi Sigurðsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar