Dómsuppkvaðning í Héraðsdómi vegna peningamarkaðsbréfa

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Dómsuppkvaðning í Héraðsdómi vegna peningamarkaðsbréfa

Kaupa Í körfu

Þeir sem keyptu hlutdeildarskírteini í peningamarkaðssjóðum töpuðu hluta eignar sinnar. Ríkisbankar ætla að afskrifa 50 milljarða vegna uppkaupa úr sjóðunum. Peningamarkaðssjóðir voru fjárfestingasjóðir sem bankarnir kynntu sem áhættulitla fjárfestingarkosti með mun hærri ávöxtun en venjubundnar bankabækur. Starfsmenn bankanna lögðu mjög hart að sér að fá sem flesta viðskiptavini sína til að kaupa hlutdeildarskírteini í þessum sjóðum. Margir þeirra áttuðu sig líklegast ekki á því að með slíkum kaupum voru þeir óbeint að fjárfesta í skuldabréfum útgefnum af hinum íslensku bönkunum og helstu fjárfestingafélögum landsins. MYNDATEXTI Dómur Ari Skúlason, verðandi framkvæmdastjóri Landsvaka, ræðir niðurstöðuna eftir dómsuppkvaðningu. Sjóður Landsvaka var sýknaður af aðalkröfu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar