Arndís Ósk Jónsdóttir hjá ParX

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Arndís Ósk Jónsdóttir hjá ParX

Kaupa Í körfu

Til hvaða ráða á að grípa til að lyfta upp andanum á vinnustað og koma afköstunum í topp, þegar samdráttur skekur atvinnulífið og óvissa og áhyggjur hrjá starfsfólkið? Arndís Ósk Jónsdóttir, ráðgjafi hjá ParX segir enga töfralausn til sem lagað getur vandann í einni svipan: „Starfsandi og starfsánægja dalar alltaf á tímum eins og við erum að ganga í gegnum núna og einfaldlega ekki hægt að ætlast til þess að þrátt fyrir erfiðar breytingar, niðurskurð og launalækkanir komi fólk syngjandi kátt í vinnuna,“ segir hún. „Spurningin er hins vegar hvað við getum gert til að líðan starfsmanna fari ekki niður úr öllu valdi – hvaða leiðir eru færar til að fólk verði minna óánægt og sé í stakk búið til að sýna góða frammistöðu.“ MYNDATEXTI Arndís Ósk Jónsdóttir segir stjórnunar- og samskiptahæfileika yfirmanna ráða miklu um líðan starfsmanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar