Ísland - Norður-Írland 2-1

Heiðar Kristjánsson

Ísland - Norður-Írland 2-1

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKA 21-árs landsliðið í fótbolta vann í gær Norður-Íra, 2:1, í Grindavík. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenska landsliðið í þessum aldursflokki vinnur þrjá leiki í röð í Evrópukeppninni en það er nú á mikilli siglingu undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar. Liðið hefur skorað 16 mörk í þremur leikjum en hafði áður mest skorað 15 mörk í heilli keppni og er komið í baráttu við stórþjóðirnar Þýskaland og Tékkland um toppsætin í riðlinum. Þrír lykilmenn veiktust skömmu fyrir leikinn og gátu ekki spilað með og tveir til viðbótar voru uppteknir með A-landsliðinu, sem sigraði síðan Suður-Afríku, 1:0, á Laugardalsvellinum í gærkvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar