Árni Jónsson

Árni Jónsson

Kaupa Í körfu

„ÁSTANDIÐ er afar hvimleitt og nú bætist við að þetta bitnar á öryggi okkar,“ segir Árni Jónsson, fjölskyldufaðir í Reykjavík. Hann var á sínum tíma með heimasímann hjá Vodafone en færði sig yfir til Símans fyrir hálfu öðru ári. Flutningur milli símafyrirtækja á samkvæmt öllu eðlilegu að ganga snurðulaust fyrir sig og án þess að viðskiptavinurinn verði þess var. Svo hefur hins vegar ekki verið í tilviki Árna. MYNDATEXTI Árni segir viðskipti sín við Vodafone hafa verið þrautagöngu og bagaleg m.a. vegna veikinda hans. Nauðsynlegar upplýsingar hafi ekki borist.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar