Bátur sekkur í Sandgerðishöfn

Reynir Sveinsson

Bátur sekkur í Sandgerðishöfn

Kaupa Í körfu

TRÉBÁTURINN Hólmsteinn GK sökk á augabragði í Sandgerðishöfn eftir að Ásdís GK sigldi á hann við bryggju í Sandgerðishöfn síðdegis í gær. Ásdís var að koma úr róðri og var ætlunin að leggja bátnum við bryggju framan við Hólmstein. Grétar Sigurbjörnsson hafnarvörður segir að kúpling Ásdísar hafi bilað með þeim afleiðingum að bátnum hafi verið siglt á Hólmstein. „Þegar hann ætlaði að fara að snúa svaraði kúplingin ekki og stefnið lenti í miðjum bátnum,“ segir hann. Fimm voru í áhöfn Ásdísar og slasaðist enginn í óhappinu. Hólmsteinn hefur legið við bryggju í Sandgerði sl. tvö ár. Hann er í eigu bæjarfélagsins í Garðinum, en ætlunin var að breyta bátnum í safngrip. Nú er framhaldið undir eiganda bátsins og tryggingafélagi hans komið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar