10 fm. og 300 kíló rúða sett á skemmtistaðinn Oliver

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

10 fm. og 300 kíló rúða sett á skemmtistaðinn Oliver

Kaupa Í körfu

SKEMMTISTAÐURINN Oliver við Laugaveg hefur verið með vinsælli stöðum í skemmtanalífi höfuðborgarinnar og þar er oft fullt út úr dyrum um helgar. Í gær var komið að því að skipta um sprungna rúðu og verður ekki annað sagt en að fagmannlega hafi verið staðið að verki. Loka þurfti Laugaveginum fyrir bílaumferð á meðan fimm karlmenn settu rúðuna á sinn stað með aðstoð krana. Það var mikil nákvæmnisvinna að koma rúðunni fyrir – hafa ber í huga að hún er engin smásmíði eða 10 fermetrar að stærð og vegur um 300 kg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar