Amnesty á Ingólfstorgi

Amnesty á Ingólfstorgi

Kaupa Í körfu

UM 200 gular blöðrur sem á voru fest handjárn stigu upp til himins af Ingólfstorgi í fyrradag. Var þar á ferðinni Íslandsdeild Amnesty International sem með þessu vildi marka upphaf herferðar sem nefnist „Krefjumst virðingar“ en henni er ætlað að berjast gegn fátækt. Ágætis mæting var á viðburðinn, þrátt fyrir rok og rigningu. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildarinnar, sagði í samtali við mbl.is að með herferðinni vildu samtökin beina í auknum mæli sjónum sínum að tengslum mannréttindabrota við fátækt. „Og hvernig mannréttindabrot bæði ýta undir og viðhalda fátækt,“ sagði hún.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar