Evrópukeppni Haukar

hag / Haraldur Guðjónsson

Evrópukeppni Haukar

Kaupa Í körfu

ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í handknattleik karla hafa staðið sig vel í Evrópumótum á undanförnum árum. Þeir gáfu frá sér sæti í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð vegna kostnaðar og leika í EHF bikarnum þess í stað. Þeir eru komnir áfram í næstu umferð eftir stórsigur á Wisla Plock frá Póllandi á laugardaginn. Morgunblaðið innti þjálfarann Aron Kristjánsson eftir því hvað gjaldkeri félagsins segði við því: „Það er spurning. Sem lið þá reynum við að ná sem bestum íþróttalegum árangri en það þarf að taka mið af fjárhagslegum aðstæðum hverju sinni. Ég held nú að við ættum að ráða við eina umferð í viðbót. Það var meiri kostnaður í Meistaradeildinni og við ráðum betur við þessa keppni,“ sagði Aron.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar