Ísland - Noregur

Ísland - Noregur

Kaupa Í körfu

ARON Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, varð fyrir ökklameiðslum í leik með liði sínu Coventry City í ensku 1. deildinni um helgina. Leikmaður Sheffield Wednesday tæklaði Aron aftan frá og var Akureyringurinn borinn af velli í kjölfarið þar sem hann fékk súrefni í skamma stund. Óttast var að ökklinn væri brotinn en Aron fór í myndatöku í gær og hún sýndi að ekki væri um brot að ræða. Hins vegar er ekki útilokað að liðbönd hafi skaddast á einhvern hátt og mun Aron fara í aðra myndatöku í vikunni til þess að fá úr því skorið samkvæmt heimildum Morgunblaðsins MYNDATEXTI Aron Einar Gunnarsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar